Tímabundið starf í brugghúsi
ApplyTímabundið starf í brugghúsi
Víking Brugghús á Akureyri auglýsir eftir einstaklingi til starfa í brugghús sem sér um bruggun samkvæmt forskriftun og daglega umsjón brugghúss. Mikilvægt er að geta hafið störf sem fyrst og geta starfað út ágúst 2026.
HELSTU VERKEFNI
• Dagleg umsjón brugghúss
• Bruggun á öli og dæling til bjórkjallara
• Eftirlit með gæðum
• Móttaka hráefna
ÁBYRGÐ MENNTUN OG REYNSLA
• Starfsreynsla úr matvælaframleiðslu eða brugghúsi æskileg
• Lyftarapróf kostur
• Stundvísi, áreiðanleiki og heiðarleiki
• Almenn tölvukunnátta
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Íslensku- eða enskukunnátta er nauðsynleg.
• Jákvætt viðhorf og geta til þess að vinna undir álagi
Unnið er á vökum.
Víking Brugghús á Akureyri er mikilvægur hluti af Coca-Cola á Íslandi þar sem við bruggum og framleiðum okkar gæðabjór. Coca-Cola á Íslandi er alþjóðlegur vinnustaður með yfir 80 ára sögu í íslensku samfélagi.
Við bjóðum upp á spennandi og líflegan vinnustað þar sem unnið er markvisst að jafnréttismálum, vexti og vellíðan starfsfólks.
Öll sem uppfylla hæfniskröfur auglýstra starfa eru hvött til að sækja um störf, óháð kyni, trúarbrögðum, litarhætti, uppruna, kynhneigð eða aldri.
Umsóknarfrestur 25. janúar 2026
Nánari upplýsingar um starfið veitir Eggert Sigmundsson esigmundsson@ccep.com en aðeins er tekið við umsóknum í gegnum umsóknarvef.