Sumarstarf í vöruhúsi hjá Coca-Cola á Íslandi
AplicarCoca-Cola á Íslandi er alþjóðlegur vinnustaður með yfir 80 ára sögu í íslensku samfélagi. Við bjóðum upp á spennandi og líflegan vinnustað þar sem unnið er markvisst að jafnréttismálum, vexti, öryggi og vellíðan starfsfólks.
Við erum að leita að öflugu og metnaðarfullu fólki til að slást í okkar frábæra hóp í sumar. Æskilegt er að sumarstarfsfólk geti unnið frá lok maí til lok ágúst.
Helstu verkefni
- Tiltekt og pökkun pantana
- Gæðaeftirlit og talningar
- Afhending á vörum til viðskiptavina á staðnum
- Almenn vöruhúsastörf
- Mögulega aðstoða í dreifingu ef þess er þörf
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
- Lyftarapróf er æskilegt
- Reynsla af störfum í vöruhúsi er kostur
- Almenn tölvukunnátta
- Jákvæðni og geta til að vinna undir álagi
- Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Stundvísi, heiðarleiki og áreiðanleiki
Fríðindi í starfi
- Afsláttur af vörum Coca-Cola og aðrir starfsmannaafslættir
- Frábært mötuneyti
- Öðlast vinnuvélaréttindi í samstarfi við CCEP
- Líkamsrækt
- Aðgangur að ráðgjafaþjónustu svo sem sálfræði- og félagsráðgjöf að kostnaðarlausu
- Möguleiki á vinnu með skóla að vetri til og um hátíðar
Unnið er á tvískiptum vöktum kl. 7:00 til 15:00 & kl. 15:00 til 23:00.
Öll sem hafa náð 18 ára aldri og uppfylla hæfniskröfur auglýstra starfa eru hvött til að sækja um störf, óháð kyni, trúarbrögðum, litarhætti, uppruna, kynhneigð, aldri eða fötlun.
Ferilskrá og kynningarbréf skal fylgja með umsókn. Umsóknarfrestur er til 3. mars 2025.
Ert þú ekki viss um að þú uppfyllir hæfniskröfur en hefur brennandi áhuga? Hafðu samband við okkur ef þú ert efins. Nánari upplýsingar um starfið veitir Benedikt Benonysson bbenonysson@ccep.com en eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef CCEP.