Af hverju að velja CCEP?
Hjá Coca-Cola Europacific Partners (CCEP) viljum við ná fram því besta í fólki. Hér er starfsfólkið okkar hvatt til að dreyma stórt og skapa hugmyndir til að hafa jákvæð áhrif á okkar markaði og færa heimsþekkt vörumerki til samfélaga um allan heim. Öll eru velkomin og öll eru metin að verðleikum — með okkar stuðningi munt þú fá tækifæri til að læra, leggja þitt af mörkum og þróast.
CCEP er sannarlega staður þar sem töfrarnir gerast. Við erum í stöðugri þróun og tryggjum að samfélagið okkar sé vettvangur fyrir vöxt og jöfn tækifæri. Til þess þurfum við þínar hugmyndir og ólíka einstaklinga. Það eina sem þú þarft er að vera þú sjálf(ur/t) — við hjálpum þér að blómstra.
Uppgötvaðu hvers vegna starfsfólk okkar velur CCEP fyrir vörumerkin okkar og heldur áfram hjá okkur vegna fólksins.
#WeAreCCEP
Við notum okkar grunnstoðir til að leiða okkur til árangurs. Hannað með fólkið okkar í huga þá lítum við á þetta sem leiðarvísi okkar til að vaxa:
- Við elskum vörumerkin okkar: Við elskum vörumerkin okkar alveg eins og neytendur gera og leggjum okkur fram við að gera okkar besta.
- Við erum fyrirtæki fólksins: Við munum aldrei hætta að byggja upp betri vinnustað með því að styðja hvort annað, tryggja öryggi og vellíðan fyrir öll, svo við getum verið besta útgáfan af okkur sjálfum.
- Við þróumst saman: Við fjárfestum í starfsþróun og fræðslu því við trúum því að þegar starfsfólkið okkar lærir og vex, þá vex fyrirtækið okkar líka.
- Við höfum áhrif: Öll fá tækifæri til að hafa áhrif, og þó við séum stolt af þeim árangri sem þegar hefur náðst, höfum við alltaf svigrúm til að stuðla að enn betri framtíð.
Við hvetjum til umhverfis þar sem ólík sjónarmið og reynsla eru metin, hvar sem er í fyrirtækinu. Inngilding er stór hluti af menningu okkar.
Damian
Forstjóri
Menningin okkar – vinnustaður sem hvetur til hugrekkis
Við trúum því að jákvæð menning sé lykillinn að okkar árangri – og þínum. Það snýst um að draga fram það besta í hverjum og einum með því að skapa umhverfi þar sem við getum verið við sjálf. Við munum hjálpa þér að ná árangri.
Lestu meira í Umsækjendaskrá okkar
Inngilding, fjölbreytileiki og jafnrétti eru kjarnagildi okkar hjá CCEP. Við viljum að starfsfólk okkar endurspegli viðskiptavinahóp okkar sem er fjölbreyttur. Það hefst með því að tryggja að ráðningarferlin okkar bjóði öll velkomin.
Við höfum unnið hörðum höndum að því að skapa vinnustað þar sem öll upplifa að þau séu velkomin til að leggja sitt af mörkum og sýna sitt besta.
Sol
Sjórnarformaður
Umsóknarferlið okkar
Ertu tilbúi(n/nn/ið) að sækja um starf hjá okkur? Ráðningarferlið okkar er hannað til að vera eins inngildandi og mögulegt er, svo þú getir komið með þína einstöku eiginleika til CCEP. Horfðu á myndböndin til að heyra frá ráðningarteyminu okkar um hvernig þú getur undirbúið þig.
SKREF:
Sækja um starf
Farðu á starfsvefinn okkar, leitaðu að starfi og sendu inn umsókn í gegnum umsóknarformið okkar, það tekur enga stund.
Rafræn könnun
Þér gæti verið boðið að fara í gegnum könnun á netinu sem hluti af ráðningarferlinu. Hver könnun er sérsniðin að því starfi sem verið er að ráða í – og er góð leið fyrir okkur til þess að sjá hvort starfið henti þér.
Viðtal
Viðtalið þitt getur verið í eigin persónu eða á netinu — en hvort sem það verður þá pössum við alltaf að viðtalsferlið okkar sé traust og í samræmi við okkar staðla. Finndu út meira hér.
Ákvörðunin
Þegar þú hefur lokið skrefum 1 til 3 munum við hafa samband við þig varðandi næstu skref.
Að ganga til liðs við CCEP
Ef þú færð starfið, verður þú hjartanlega velkomi(n/nnið) í teymið!
Fólkið á bak við flöskuna
Langar þig að breyta til? Heyrðu frá nokkrum samstarfsfélögum okkar um reynslu þeirra af því að vinna hjá CCEP.
CCEP býður upp á svo mörg tækifæri fyrir starfsfólk sitt til að læra og vaxa í sínum störfum. Stuðningskerfið er einstakt. Við erum sannarlega mikils metin sem starfsfólk.
Shelly
Sölustjóri CCEP Nýja Sjáland
Það sem mér líkar best við að vinna hjá CCEP er að fólkið er í forgrunni, við tökum einnig sjálfbærni alvarlega og stefnum að því að skapa framtíð sem hefur litla koltvísýringslosun.
Amman
Nemi hjá CCEP Bretlandi
Að vinna með svo fjölbreyttu og fróðu samstarfsfólki á hverjum degi gerir starfið svo ánægjulegt og gefandi.
Simon
Sölustjóri CCEP Nýja Sjálandi
CCEP einkennist af hjálpsemi, samvinnu og vinalegu umhverfi, sem tvímælalaust lætur mér líða vel á vinnustaðnum.
Joana
CCEP Portúgal Nýútskrifaður
Hér hugsar fólk vel um sig sjálft og aðra. Vinnuumhverfið er mjög heilbrigt og fólk er alltaf til í að hjálpa.
Julia
CCEP Spánn, Nýútskrifaður
Nám og þróun
Hjá CCEP hefur þú stjórn á þínum starfsframa. Komdu með þína einstöku hæfileika og orku — og við bjóðum upp á þjálfun, tækifæri og leiðsögn til að hjálpa þér að blómstra í hvaða átt sem þú kýst.
Career Hub
Career Hub á innra neti okkar býður þér upp á stað til að skrá, fylgjast með og sérsníða þína þróun. Þú getur hlaðið upp ferilskránni þinni þar til að halda utan um sögu þína. Fáðu tillögur að ráðlögðum störfum og myndaðu tengsl við samstarfsfólk á heimsvísu. Kannaðu fjölbreytt námsefni okkar og uppgötvaðu hæfileika sem þú getur þróað.
Persónuleg þróun
Við bjóðum upp á þjálfunarprógrömm, eins og Accelerate Performance vinnulotur, þjálfunarmyndbönd, leiðbeiningar og verkfæri á stafrænum námsvettvangi okkar til að hjálpa þér að þróast og vaxa á þínum starfsferli.
Þjálfunaröpp
Viltu hafa yfirsýn yfir markmið þín, endurgjöf og þróun? MyPerformanceCCEP appið okkar safnar öllum þessum upplýsingum saman á einum stað svo þú getir haldið áfram að byggja upp starfsferilinn þinn.
Tilbúi(n/nn/ð) að ganga til liðs við okkur?
Við erum tilbúin að taka á móti þér! Ef þig þyrstir í breytingar, skoðaðu nýjustu tækifærin okkar, sæktu um eitt af störfunum okkar eða skráðu þig fyrir tilkynningar um laus störf til að hefja þína vegferð.