Stökktu á tækifærið um draumastarfið. Vertu vel undirbúin/n/ið fyrir viðtalið. Gefðu þér tíma til þess að skoða starfslýsinguna og Undirbúðu þig og vertu viss um að skilja vel verkefni starfsins og hvernig þau samsvara þinni reynslu og hæfileikum. Við erum boðin og búin til að hjálpa svo láttu okkur vita ef við getum auðveldað ferlið – það skiptir okkur miklu máli.
Algengar spurningar:
Algengar spurningar:
Á hvaða sviðum viltu bæta þig?
Hvað er þitt helsta afrek?
Góð ráð:
Það er til tækni sem þú getur notað til að svara spurningum sem tengjast starfinu. Hún er kölluð STAR-tæknin:
Situation - Hvað og hvenær?
Task - hvert var verkefnið og hvert var markmiðið?
Action - hvað gerðir þú til að ná þessu?
Result - hver var niðurstaðan?
Slakaðu á, þú munt standa þig frábærlega!
Viðtalsferlið okkar er sveigjanlegt eftir því hvar umsækjendur okkar eru staddir. Það þýðir að viðtalið þitt geti verið á staðnum eða í gegnum fjarfundabúnað. Nálgunin er samt ávallt sú sama. Við skoðum reynslu og hæfileika, viðhorf til vinnumenningar og vilja þinn til að ganga til liðs við okkur. Best er að koma vel undirbúin/n, sýndu fyrirtækinu áhuga, gildum okkar og menningu. En umfram allt er mikilvægast að vera þú sjálf/ur/t- við viljum að þú slappir af og njótir reynslunnar. Og ekki gleyma að þetta er einnig tækifæri fyrir þig til að spyrja okkur spjörunum úr.