Hlutastarf í áfyllingu á Hvolsvelli fyrir Coca-Cola á Íslandi
Candidatar-me Islândia, Nationwide Comercial 18/01/2025 99192Coca-Cola á Íslandi er alþjóðlegur vinnustaður með 80 ára sögu í íslensku samfélagi. Við bjóðum upp á spennandi og líflegan vinnustað þar sem unnið er markvisst að jafnréttismálum, vexti, öryggi og vellíðan starfsfólks.
Coca-Cola á Íslandi auglýsir eftir starfsmanni til að sinna áfyllingu á vörum fyrirtækisins í matvöruverslun á Hvolsvelli. Unnið er um klukkutíma á dag alla daga vikunnar. Þar sem um áfyllingu er að ræða, fylgir starfinu burður á framleiðsluvörum fyrirtækisins.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Áfylling og framsetning í matvöruverslun á Hvolsvelli
• Móttaka á pöntunum og eftirfylgni
• Tryggja nægt vöruframboð í verslun
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Gilt bílpróf
• Þjónustulund og fagleg framkoma
• Reynsla af sölu og/eða þjónustu er kostur
• Stundvísi og reglusemi
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
• Drifkraftur og sveigjanleiki
• Góð færni í mannlegum samskiptum
• Góð íslenskukunnátta
Öll sem hafa náð 18 ára aldri og uppfylla hæfniskröfur auglýstra starfa eru hvött til að sækja um störf, óháð kyni, trúarbrögðum, litarhætti, uppruna, kynhneigð, aldri eða fötlun.
Umsóknarfrestur er til og með 19. janúar 2025.
Frekari upplýsingar veitir Stefán Ragnar Guðlaugsson sgudlaugsson@ccep.com en eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef CCEP.