Skip to main content
Search jobs

Um CCEP

Við erum Coca-Cola Europacific Partners (CCEP): hópur sem samanstendur af öflugu fólki sem lætur töfrana gerast og stjórnendum alls staðar frá. Frá Evrópu og Ástralíu til Nýja Sjálandi, Indónesíu og Filippseyjum, erum við teymi af yfir 42.000 einstaklingum sem koma uppáhalds vörum til 600 milljón viðskiptavina.

Við erum CCEP

Fólkið okkar er það sem gerir okkur frábær. Með ástríðu, nýjum hugmyndum og brennandi áhuga fyrir sjálfbærni erum við uppfull af hugmyndum um hvernig framtíð vörumerkjanna okkar getur litið út.  Allt frá því að færa þekktar vörur til nýrra samfélaga í alþjóðaumhverfinu og að því að vera í framlínunni í síbreytilegum stafrænum heimi. Með því að hafa okkar samfélag heima í forgrunni og fá innblástur frá alþjóðlega umhverfinu er hægt að láta töfrana gerast.

CCEP í tölum

CCEP People
42 k
þúsundir starfsmanna á heimsvísu
31
lönd
CCEP Product
22.3 bn
milljarðar lítra seldir á ári
5.2 %
5,2% minnkun á meðalsykurmagni í hverjum lítra árið 2022 (í Evrópu) miðað við 2019
CCEP Partneship
14.5 k
birgjar
4 M
viðskiptavina
CCEP places
100
framleiðslustaðir
105
ár í framleiðslu á Coca‑Cola
CCEP Planet
8.5%
af plastinu í plastflöskunum okkar var endurunnið plast.
98.7%
af pakkningum okkar í Evrópu voru endurvinnanlegar.

Fjölbreytileiki og inngilding: Við merkjum flöskur, ekki fólk

Hjá CCEP metum við þig fyrir að vera þú sjálf/sjálfur/sjálft. Fjölbreyttar hugmyndir, innsýn og sjónarhorn frá teyminu okkar hjálpar okkur að halda fyrirtækinu fersku og samfélagi viðskiptavina okkar um allan heim einnig – núna og í framtíðinni.

Valdefling kvenna er mikilvægur hluti af okkar uppskrift að velgengni. Við tökum stöðugum framförum – 37,3 prósent af okkar stjórnendum eru konur, og við stefnum að því að gera enn betur. Vinir okkar og samstarfsfélagar frá fjölbreyttum þjóðernum veita dýrmæta innsýn og við leggjum hart að okkur til að hlusta á þeirra sjónarhorn til að gera CCEP að enn meira inngildandi vinnustað. Sem „Stonewall Global Diversity Champion“ tryggjum við öruggt rými fyrir LGBTQ+ samstarfsfólkið okkar. Við erum líka stolt af því að hafa skrifað undir „The Valuable 500 pledge“– sem þýðir að við setjum inngildingu fatlaðra í stefnuskrá okkar til að hjálpa samstarfsfólki með fötlun við að ná árangri á þeirra starfsferli.  

Við viljum líka heyra frá þér. Getum við gert enn betur? Þurfa núverandi markmið okkar að fela í sér fleiri inngildandi þætti? Láttu okkur vita hvað við getum gert til að hjálpa þér að líða vel og finnast eins og þú sért hluti af hópnum – við erum alltaf tilbúin til að hlusta.

Fáðu frekari upplýsingar

Sjálfbærni: Leiðin fram á við

Að gæta að jörðinni og fólkinu er eitt af okkar helstu forgangsverkefnum. Við vinnum eftir aðgerðaráætlun í átt að sjálfbærni sem hefur verið unnin með viðskiptavinum, félagasamtökum og birgjum til að ná markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.  

Til lengri tíma þá felur þetta í sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 30% þvert á allar virðiskeðjur okkar fyrir árið 2030 og ná nettólosun niður í núll fyrir árið 2040. Hvernig? Við erum að tryggja að 100% af okkar grunnumbúðum séu endurvinnanlegar eða endurnýtanlegar. Við erum einnig að vinna með samstarfsaðilum innanlands og erlendis frá við að safna 100% af umbúðum okkar í Vestur-Evrópu – ásamt því að nýta okkur vel hönnuð skila-og endurvinnslukerfi.

Skammtímamarkmiðin okkar miða alltaf að því að huga vel að eigin samfélögum. Við erum að vinna hörðum höndum að því að minnka vatnið sem við notum í framleiðslu niður um 20% og tökumst á við áhrif vatnsnotkunar með því að endurnýja 100% af vatninu sem við notum á þeim svæðum þar sem er skortur á vatni.  

Mannréttindi og siðferði eru kjarninn okkar en það þýðir ekki að við getum ekki gert enn betur– okkar loforð eru að halda áfram að betrumbæta þessa þætti við hvert tækifæri. Með sjálfbærni í huga tryggjum við að 100% af okkar aðal hráefnum komi alltaf frá sjálfbærum svæðum.

Fáðu frekari upplýsingar